Hafliði leitaði í átján ár að draumabílnum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 15:30 Hafliði tekur sig vel út á nýja bílnum. „Bíllinn er keyptur á fornbílasölu í Leek í Hollandi. Ég var búinn að vera að leita að þessari tegund í Bretlandi þegar ég rakst á þetta eintak og hann var akkúrat sá sem ég vildi,“ segir Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, en hann fjárfesti á dögunum í draumabílnum - Triumph Herald, árgerð 1963. Hafliði átti eins bifreið fyrir átján árum. Hann segir að ekki sé um að ræða dýran fornbíl. „Hann er þó virkilega vel með farinn og til merkis um það voru skoðunarmennirnir mjög hissa þegar þeir fóru yfir hann til að samþykkja að hann fengi skráningu á Íslandi og gáfu honum engar athugasemdir.“ Vefsíðan Fótbolti.net verður 17 ára 15. apríl næstkomandi.Draumurinn var að eignast samskonar bíl aftur.vísir/vilhelm„Okkur fannst við þurfa að gera svolítið úr því. Eðlilega tengir fólk 17 ára við bílprófið og því fannst okkur tilvalið að kynna afmælið með bíl. Ég átti Triumph Herald í kringum aldamótin og sá þá hversu mikla athygli hann fékk því ég fékk stöðugar beiðnir um að lána hann í sjónvarpsþætti og auglýsingar. Þess vegna vissi ég að Herald væri akkúrat sá bíll sem við þurftum. Við erum mjög stolt af því að reka fjölmiðil, sem tengist ekki neinu stærra fyrirtæki, í þetta langan tíma.“ Hafliði vonast til að vega sett blæjuna reglulega niður yfir sumarið. „Meðan við fáum ekki 2018 sumarið aftur þá er fullt af sólardögum sem má taka hann út og það verður alltaf gert þegar veður er til,“ segir Hafliði en hann átti í raun alveg eins bíl fyrir 18 árum. „Sama árgerð og tegund, nema hann var gulur. Ég hef mikið reynt að eignast hann aftur án árangurs og þess vegna leitaði ég utan landsteinanna. Í raun hef ég reynt í þessi 18 ár síðan ég átti þann gamla. Í haust rakst ég svo á þetta eintak á netinu og þegar ég fór að fylgja landsliðinu eftir til Belgíu í nóvember skrapp ég til Hollands til að skoða bílinn og keypti hann í leiðinni,“ segir Hafliði að lokum en hann ætlar sér að geyma bílinn að mestu leyti inni í bílskúrnum og mun taka hann út á tyllidögum.Hafliði ætlar að nota bílinn á tyllidögum.vísir/vilhelmSáttur með nýja eintakið.vísir/vilhelm Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Bíllinn er keyptur á fornbílasölu í Leek í Hollandi. Ég var búinn að vera að leita að þessari tegund í Bretlandi þegar ég rakst á þetta eintak og hann var akkúrat sá sem ég vildi,“ segir Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, en hann fjárfesti á dögunum í draumabílnum - Triumph Herald, árgerð 1963. Hafliði átti eins bifreið fyrir átján árum. Hann segir að ekki sé um að ræða dýran fornbíl. „Hann er þó virkilega vel með farinn og til merkis um það voru skoðunarmennirnir mjög hissa þegar þeir fóru yfir hann til að samþykkja að hann fengi skráningu á Íslandi og gáfu honum engar athugasemdir.“ Vefsíðan Fótbolti.net verður 17 ára 15. apríl næstkomandi.Draumurinn var að eignast samskonar bíl aftur.vísir/vilhelm„Okkur fannst við þurfa að gera svolítið úr því. Eðlilega tengir fólk 17 ára við bílprófið og því fannst okkur tilvalið að kynna afmælið með bíl. Ég átti Triumph Herald í kringum aldamótin og sá þá hversu mikla athygli hann fékk því ég fékk stöðugar beiðnir um að lána hann í sjónvarpsþætti og auglýsingar. Þess vegna vissi ég að Herald væri akkúrat sá bíll sem við þurftum. Við erum mjög stolt af því að reka fjölmiðil, sem tengist ekki neinu stærra fyrirtæki, í þetta langan tíma.“ Hafliði vonast til að vega sett blæjuna reglulega niður yfir sumarið. „Meðan við fáum ekki 2018 sumarið aftur þá er fullt af sólardögum sem má taka hann út og það verður alltaf gert þegar veður er til,“ segir Hafliði en hann átti í raun alveg eins bíl fyrir 18 árum. „Sama árgerð og tegund, nema hann var gulur. Ég hef mikið reynt að eignast hann aftur án árangurs og þess vegna leitaði ég utan landsteinanna. Í raun hef ég reynt í þessi 18 ár síðan ég átti þann gamla. Í haust rakst ég svo á þetta eintak á netinu og þegar ég fór að fylgja landsliðinu eftir til Belgíu í nóvember skrapp ég til Hollands til að skoða bílinn og keypti hann í leiðinni,“ segir Hafliði að lokum en hann ætlar sér að geyma bílinn að mestu leyti inni í bílskúrnum og mun taka hann út á tyllidögum.Hafliði ætlar að nota bílinn á tyllidögum.vísir/vilhelmSáttur með nýja eintakið.vísir/vilhelm
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira