Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00