Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 21:00 Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira