Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 21:00 Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira