Telur könnun SA grímulausan áróður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira