Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 10:57 Björn Leví (t.h.) segist ekki telja árásirnar í Sýrlandi réttlætanlegar. Vísir/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á. Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á.
Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25