Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Alls hafa sjö fangar strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum 10 árum. Fréttablaðið/Eyþór Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43