Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
„Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira