Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Þóra spilaði með kvennalandsliðinu í tæpa tvo áratugi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst jafnerfitt að lesa þetta eins og eflaust flestum þeim sem áttu einhverja aðkomu að þessu á sínum tíma,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu um fréttaumfjöllun af fyrirlestri Þóru Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, um fyrstu ár sín í landsliðinu. Í fyrirlestrinum lýsti Þóra slæmum aðbúnaði í kvennaboltanum og ólíkum viðhorfum innan knattspyrnusambandsins til karla- og kvennaboltans. Hún tók sláandi dæmi af æfingum undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara sem var rekinn eftir kvartanir landsliðskvenna vegna framkomu hans í garð leikmanna. Guðlaug segir frásagnir Þóru ríma mjög við sína upplifun frá þessum tíma. Aðrir leikmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála því en vilja ekki ræða málið frekar. Aðspurð um ástæður þess segir Guðlaug mjög erfitt að ræða þetta. „Kannski vegna þess að þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Svo þegar sannleikurinn kemur fram í dag þá fá bara allir sjokk, sem sýnir að staðan er bara allt önnur í samfélaginu í dag.“ Hún nefnir sem dæmi að Eddu Garðarsdóttur og Þóru Helgadóttur hafi verið kennt um að vera einhverjir forsvarsmenn í máli þjálfarans á sínum tíma í blaðaviðtali við þjálfarann árið 2013. „Það er kolrangt. Það er hægt að skoða hverjar voru elstar og leikjahæstar og það eru þær sem voru forsvarsmenn í þessu máli og alls ekki þær sem voru nýbyrjaðar í landsliðinu,“ segir Guðlaug sem er tíu árum eldri en Þóra. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram og kvarta undan þjálfaranum enda hafi þær allar verið stoltar af að hafa spilað með landsliðinu og að hafa verið valdar í landsliðið. Sjálf segir Þóra að það hafi verið erfitt að segja frá þessu núna. „En ég mat það sem svo að þetta væri mikilvægt inn í þessa umræðu og ég var nú beðin um að lýsa því hvernig væri að vera kona í karlaheimi.“ Þóra og Guðlaug segjast báðar ánægðar með þær breytingar sem orðið hafa í kvennaboltanum á síðasta áratug. „Andrúmsloftið er allt annað í dag,“ segir Þóra og hrósar mjög núverandi forystu KSÍ og Guðna Bergssyni formanni. Aðspurð nefnir hún bónusgreiðslur og undirbúninginn fyrir EM í fyrra, en hún fór sjálf á EM þar á undan og segir muninn hafa verið augljósan. „Maður var bara virkilega stoltur og glaður fyrir hönd stelpnanna og uppskeru þeirra.“ Hún segir jafnréttisuppskeruna í boltanum vera uppskeru kvennanna sjálfra að miklu leyti. „Það er ekki bara mín kynslóð heldur kynslóðirnar á undan,“ segir Þóra og bætir við: „Stelpur eins og Ásthildur, Olga, Vanda, Ásta B. og fleiri konur sem byrjuðu þetta allt. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Mér fannst jafnerfitt að lesa þetta eins og eflaust flestum þeim sem áttu einhverja aðkomu að þessu á sínum tíma,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu um fréttaumfjöllun af fyrirlestri Þóru Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, um fyrstu ár sín í landsliðinu. Í fyrirlestrinum lýsti Þóra slæmum aðbúnaði í kvennaboltanum og ólíkum viðhorfum innan knattspyrnusambandsins til karla- og kvennaboltans. Hún tók sláandi dæmi af æfingum undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara sem var rekinn eftir kvartanir landsliðskvenna vegna framkomu hans í garð leikmanna. Guðlaug segir frásagnir Þóru ríma mjög við sína upplifun frá þessum tíma. Aðrir leikmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála því en vilja ekki ræða málið frekar. Aðspurð um ástæður þess segir Guðlaug mjög erfitt að ræða þetta. „Kannski vegna þess að þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Svo þegar sannleikurinn kemur fram í dag þá fá bara allir sjokk, sem sýnir að staðan er bara allt önnur í samfélaginu í dag.“ Hún nefnir sem dæmi að Eddu Garðarsdóttur og Þóru Helgadóttur hafi verið kennt um að vera einhverjir forsvarsmenn í máli þjálfarans á sínum tíma í blaðaviðtali við þjálfarann árið 2013. „Það er kolrangt. Það er hægt að skoða hverjar voru elstar og leikjahæstar og það eru þær sem voru forsvarsmenn í þessu máli og alls ekki þær sem voru nýbyrjaðar í landsliðinu,“ segir Guðlaug sem er tíu árum eldri en Þóra. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram og kvarta undan þjálfaranum enda hafi þær allar verið stoltar af að hafa spilað með landsliðinu og að hafa verið valdar í landsliðið. Sjálf segir Þóra að það hafi verið erfitt að segja frá þessu núna. „En ég mat það sem svo að þetta væri mikilvægt inn í þessa umræðu og ég var nú beðin um að lýsa því hvernig væri að vera kona í karlaheimi.“ Þóra og Guðlaug segjast báðar ánægðar með þær breytingar sem orðið hafa í kvennaboltanum á síðasta áratug. „Andrúmsloftið er allt annað í dag,“ segir Þóra og hrósar mjög núverandi forystu KSÍ og Guðna Bergssyni formanni. Aðspurð nefnir hún bónusgreiðslur og undirbúninginn fyrir EM í fyrra, en hún fór sjálf á EM þar á undan og segir muninn hafa verið augljósan. „Maður var bara virkilega stoltur og glaður fyrir hönd stelpnanna og uppskeru þeirra.“ Hún segir jafnréttisuppskeruna í boltanum vera uppskeru kvennanna sjálfra að miklu leyti. „Það er ekki bara mín kynslóð heldur kynslóðirnar á undan,“ segir Þóra og bætir við: „Stelpur eins og Ásthildur, Olga, Vanda, Ásta B. og fleiri konur sem byrjuðu þetta allt. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30