Andarnefjan var sex metra kvendýr sem hafði greinilega ekki nærst í nokkurn tíma Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 23:15 Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur fór aftur út í Engey í dag til að rannsaka andarnefjuna sem drapst. Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“ Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Andarnefjan sem drapst í fjörunni í Engey eftir að hafa strandað þar um miðjan dag í gær var sex metra kvendýr í ágætis holdum. Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur sem fór út í eyna fyrr í dag ásamt Gísla Víkingssyni frá Hafrannsóknastofnuninni til að rannsaka dýrið. Tvær andarnefjur strönduðu í Engey í gær en hópi fólks tókst að bjarga annarri þeirra með því að koma henni á flot á níunda tímanum í gærkvöldi. Magnaðar myndir náðust af björguninni.Mikið sem við vitum ekki um þessi dýr „Við tókum ítarleg sýni en það hefur verið sjaldgæft að fá andarnefjur til að rannsaka með þessum hætti. Það er mikið sem við vitum ekki um þessi dýr,“ segir Edda Elísabet. Hún segir að þetta hafa verið í annað sinn sem hún rannsaki andarnefju með þessum hætti. Fyrra skiptið hafi verið á Akureyri árið 2008 þegar andarnefjur leituðu inn í Pollinn. Þá strandaði ein eftir að hafa flækst þar í bauju. Hún segir þá Gísla hafa setið eftir með fullt af spurningum eftir að hafa rannsakað dýrið í dag. Þau hafi þó fengið ýmis svör. „Við könnuðum magainnihald og hún var með alveg tóman maga. Það var greinilegt að hún hafði ekki nærst í þó nokkurn tíma. Ég myndi halda um viku, mögulega lengri tíma. Það voru engar nýjar, hálfmeltar leifar í maganum eða þörmum þar sem var mestmegnis gall.“Kynþroska dýr Edda Elísabet segir að þau hafi þó komist að því að andarnefjan hafi síðast nærst á smokkfisk þar sem þau hafi fundið leifar af goggum smokkfiska. „Það er einmitt sú bráð sem er eðlileg fyrir andarnefjur. Það er þeirra meginuppistaða. Það voru engin merki um beinfiska eins og makríl, loðnu eða aðrar tegundir.“ Ekki er vitað hvað dýrið var gamalt en slík aldursgreining tekur tíma. „Þessi dýr eru aldurgreind út frá augasteinum. Linsan – ákveðin samsetning og hlutföll efna þar – munu nýtast til að greina aldur. Við vitum þó að þetta var tæplega sex metra langt kvendýr. Það bendi til að þetta sé að minnsta kosti fullorðið dýr, kynþroska, sem hafi mögulega verið búið að eignast kálfa einu sinni. Þá vitum við að hún var ekki þunguð. Við fundum ekkert plast í henni, eins og hefur oft verið tilfellið með strandaða hvali upp á síðkastið.“ Edda telur líklegast að dýrinu verði nú sökkt. „Nú er hvalshræið opið og bitar hér og þar sem einhverjir fuglar eiga kannski eftir að fara í. En þessu verður komið út í sjó. Ég veit þó ekki hvenær. Væntanlega mun Landhelgisgæslan sjá um þetta, en samkvæmt reglugerðum þá er það sveitarfélagið sem er ábyrgt fyrir losun á hræinu og fari ekki að rotna nærri mannabyggð.“
Tengdar fréttir Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. 17. ágúst 2018 15:33