Auknar heimildir til lögreglu á döfinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Á blaðamannafundi lögreglu um leitina að Birnu Brjánsdóttur kom fram að óskað hefði verið eftir úrskurði um heimild til að skoða farsímanotkun á þeim svæðum þar sem sími Birnu sendi frá sér merki. Fréttablaðið/Anton Brink Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði