Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2018 11:23 Ráðstefnusalur á hótelinu í Nuuk á Grænlandi. Hotel Hans Egede Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis. Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis.
Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira