Mismunandi forsendur í útreikningi á launamun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2018 19:00 Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Prófessor í tölfræði segir kynbundinn launamun misskilning. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins segja launamun kynjanna staðreynd. Hann felist í krónum og kjörum. Skipuleggjendur Kvennafrísdagsins fullyrða að konur sé með 26% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali hér á landi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra bendir hins vegar á í Facebookfærslu að marktækur tölfræðilegur launamunur sé 5%. Maríanna Clara Lúthersdóttir verkefnastýra Kvennafrísdagsins segir að verið sé að vísa í mismun á heildarkjörum. „Það má endalaust ræða um hvaða tölu á að nota, en við notuðum þessa tölu því við erum líka að berjast fyrir hinu þ.e. lengra fæðingarorlofi og fjölskylduvænna atvinnulífi og þá var augljóst að nota þessa tölu,“ segir Maríanna. Í nýjustu könnunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er launamunur kynjanna 8% og 10% hjá VR. Steinunn Böðvarsdóttir fagstjóri hjá VR segir miðað við ákveðnar forsendur frá árinu 2013 í útreikningum. „Við lítum svo á að til að finna launamun kynjanna þurfum við að skoða málefnalegar breytur og við notum þær hjá VR og þar liggur 10% munur,“ segir Steinunn.Mismunandi forsendur eru notaðar í útreikningi á launamun. Maríanna Clara Lúthersdóttir segir mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar kynjannaHún segir enn fremur mikilvægt að horfa til heildarlaunamunar. „Við hljótum að byrja að horfa á mismunandi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sú staða endurspeglast í heildarmun á launum kynjanna sem hjá VR er 14% . Sú staða sýnir okkur hvar kynin standa en ekki bara kynbundinn launamun. Þar hljótum við að byrja þessari baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna,“ segir hún . Helgi Tómasson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslandssegir hins vegar um misskilning að ræða í útreikningi og umræðu. „Það er ekki til neitt sem heitir kynbundinn launamunur, það er misskilningshugtak. Ef ekki er tekið tillit til hjónabands og kyns þá er niðurstaðan bara misskilningur,“ segir Helgi. Helgi vísar í alþjóðlegar kannanir þar sem kemur í ljós að hjúskaparstaða karla er einn helsti áhrifavaldur launa „Hjónabandið virðist hækka laun karla mjög mikið en laun hinna þriggja hópanna þ.e. giftra kvenna og ógiftra karla og kvenna er á svipuðu róli. Þetta samspil kyns og hjónabands er alþjóðlegt og það að illa takist að koma tölfræðinni til skila er líka alþjóðlegt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira