Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 19:30 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs. Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs.
Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira