Veit varla hvað er í gangi á HM þegar að hann er ekki að spila Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 13:00 Hannes Þór Halldórsson var hetjan á móti Argentínu. vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, segir HM 2018 í Rússlandi töluvert stærra heldur en Evrópumótið í Frakklandi á síðasta ári en vera strákanna okkar þar gerði mikið til að undirbúa þá fyrir heimsmeistaramótið. „Eini undirbúningur okkar fyrir það sem við máttum búast við að upplifa á HM var Evrópumótið í fyrra. Spennan var svipuð og svipað stórt kastljós á leikjunum,“ segir Alfreð. „Þetta er samt stærra enda heimsmeistarakeppnin. Við bjuggumst við því að þetta væri svona tvisvar til þrisvar sinnum stærra en EM og mótið er að uppfylla allar væntingar okkar.“ Alfreð sat blaðamannafund með Hannesi Þór Halldórssyni á æfingasvæði íslenska liðsins í Kabardinka í gær þar sem þeir voru meðal annars spurði hvort þeir væru eitthvað að horfa á hina leikina á HM. Nóg er nú af leikjum.„Leikirnir eru í gangi þegar við erum í meðhöndlun og eftir fundi. Við höfum séð slatta af því sem er í gangi í hinum leikjunum en aðallega einbeitum við okkur að því að halda einbeitingun og horfum svo á leiki inn á milli,“ segir Alfreð. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur aldrei séð færri leiki á HM en í ár þar sem að hann er svo einbeittur að því að gera vel fyrir íslenska liðið. „Þetta er allt öðruvísi fyrir mig núna en áður þegar að maður horfði á nánast alla leiki. Ég veit eiginlega aldrei hvað er í gangi og hver er að spila nema þegar kemur að okkar leikjum. Við erum mjög einbeittir að okkar leikjum,“ segir Hannes. „Eins og Alfreð segir eru leikirnir í gangi á hótelinu en þetta er samt ekki eins og að vera heima að fylgjast með öllu upp í sófa,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, segir HM 2018 í Rússlandi töluvert stærra heldur en Evrópumótið í Frakklandi á síðasta ári en vera strákanna okkar þar gerði mikið til að undirbúa þá fyrir heimsmeistaramótið. „Eini undirbúningur okkar fyrir það sem við máttum búast við að upplifa á HM var Evrópumótið í fyrra. Spennan var svipuð og svipað stórt kastljós á leikjunum,“ segir Alfreð. „Þetta er samt stærra enda heimsmeistarakeppnin. Við bjuggumst við því að þetta væri svona tvisvar til þrisvar sinnum stærra en EM og mótið er að uppfylla allar væntingar okkar.“ Alfreð sat blaðamannafund með Hannesi Þór Halldórssyni á æfingasvæði íslenska liðsins í Kabardinka í gær þar sem þeir voru meðal annars spurði hvort þeir væru eitthvað að horfa á hina leikina á HM. Nóg er nú af leikjum.„Leikirnir eru í gangi þegar við erum í meðhöndlun og eftir fundi. Við höfum séð slatta af því sem er í gangi í hinum leikjunum en aðallega einbeitum við okkur að því að halda einbeitingun og horfum svo á leiki inn á milli,“ segir Alfreð. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur aldrei séð færri leiki á HM en í ár þar sem að hann er svo einbeittur að því að gera vel fyrir íslenska liðið. „Þetta er allt öðruvísi fyrir mig núna en áður þegar að maður horfði á nánast alla leiki. Ég veit eiginlega aldrei hvað er í gangi og hver er að spila nema þegar kemur að okkar leikjum. Við erum mjög einbeittir að okkar leikjum,“ segir Hannes. „Eins og Alfreð segir eru leikirnir í gangi á hótelinu en þetta er samt ekki eins og að vera heima að fylgjast með öllu upp í sófa,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30