Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 15:22 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur sent umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hún óskar eftir því að fjallað verði um hvort að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra í tengslum við birtingu á skattaskjólsskýrslunni svokölluðu. „Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot,“ segir í ereindinu. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Svandís segir að spurningar hafi vaknað um að ákvörðun ráðherrans kunni að varða c-lið 6. grein siðareglna ráðherra þar sem segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“ Í inngangi að gildandi siðareglum kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur sent umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hún óskar eftir því að fjallað verði um hvort að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra í tengslum við birtingu á skattaskjólsskýrslunni svokölluðu. „Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot,“ segir í ereindinu. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Svandís segir að spurningar hafi vaknað um að ákvörðun ráðherrans kunni að varða c-lið 6. grein siðareglna ráðherra þar sem segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“ Í inngangi að gildandi siðareglum kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06