Sigmundur Davíð segir Katrínu vilja fé til að fylgjast með öðrum ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira