Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2017 20:04 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.” Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.”
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira