Innlent

Datt á andlitið þegar hún var að ganga í gegnum Fríhöfnina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Blæddi töluvert úr andliti konunnar sem datt á andlitið í Fríhöfninni og var talið að hún hefði nefbrotnað.
Blæddi töluvert úr andliti konunnar sem datt á andlitið í Fríhöfninni og var talið að hún hefði nefbrotnað. Vísir/Pjetur
Tveir erlendir ferðamenn slösuðust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um helgina. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þá varð annað atvikið með þeim hætti að kona datt á andlitið þegar hún var að ganga í gegnum Fríhöfnina.

Blæddi töluvert úr andliti hennar og var talið að hún hefði nefbrotnað. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Í hinu tilvikinu féll kona í rúllustiga. Hún var með nokkur blæðandi sár á höfði eftir óhappið og kvartaði undan verkjum. Hún var einnig flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá fór betur en á horfðist þegar vegfarandi hljóp á hlið bifreiðar á ferð í Reykjanesbæ. Viðkomandi hruflaðist á hendi en dæld kom í bílinn við atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×