Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:52 Formenn flokkanna ræða við fjölmiðla á Alþingi í dag eftir að ljóst varð að ekki tækist að mynda ríkisstjórn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15