Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. desember 2017 21:00 Elísabet fær margar fyrirspurnir um börn og orkudrykkjanotkun þeirra Vísir/skjáskot Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira