Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Börn Sævars Ciesielski, Sigurður Sævarsson, Lilja Rún Jensen, Victor Blær Jensen og Hafþór Sævarsson. vísir/hanna Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25