Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 08:26 Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Vísir/Auðunn Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun. Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun.
Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00
Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00