Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Runólfur Ágústsson á börn á aldrinum tveggja til þrítugs. Hann er formaður í óformlegum félagsskap eldri feðra. vísir/anton brink „Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
„Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira