Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Runólfur Ágústsson á börn á aldrinum tveggja til þrítugs. Hann er formaður í óformlegum félagsskap eldri feðra. vísir/anton brink „Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira