Kjörstað var lokað klukkan 11:30 í Grímsey í morgun. 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. Í fyrra voru 53 á kjörskrá í Grímsey.
Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri, sem haldið hefur utan um kosningar í Grímsey frá árinu 1969 segir alla þá sem voru á eyjunni hafa verið búna að kjósa eða gefa upp afstöðu sína þegar kjörstað var lokað.
Bjarni segir kjörsókn einnig hafa verið lága í fyrra og þar sé árstímanum að kenna.
„Þetta er sá árstími þar sem margir kjósendur eru á meginlandinu,“ segir Bjarni. „Það hittir svoleiðis á að stórir bátar héðan eru upp á meginlandinu og því eru margir kjósendur þar.“
Bjarni segir enn fremur að flugvél muni lenda í Grímsey á öðrum tímanum í dag og hún verði notuð til að flytja atkvæðin til meginlandsins. Í fyrra gekk mjög illa að koma kjörseðlum út í Grímsey og þurfti þyrla Landhelgisgæslunnar að ferja þá á endanum. Ferjan komst ekki vegna veðurs.
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á "meginlandinu“

Tengdar fréttir

Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis
Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum.

Þorgerður Katrín: Glöð og þakklát fyrir stuðninginn
Formaður Viðreisnar mætti á kjörstað í Lækjarskóla í Hafnarfirði klukkan 10:30 í dag.

Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun.