Vonast til að bæta við sig fylgi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 12:14 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Vísir/Ernir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“ Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira