Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. september 2017 20:30 vísir/anton Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira