Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. september 2017 20:30 vísir/anton Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira