Dyravörður á Strawberries fær bætur vegna gæsluvarðhalds Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2017 08:08 Maðurinn var handtekinn aðfaranótt 26. október 2013 þar sem hann var að sinna dyravörslu á Strawberries. Lögreglan kom á staðinn og handtók alla starfsmennina vegna gruns um að þar væri stunduð vændisstarfsemi. vísir/stefán Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi dyraverði á skemmtistaðnum Strawberries 800 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem maðurinn mátti sæta haustið 2013. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn aðfaranótt 26. október 2013 þar sem hann var að sinna dyravörslu á Strawberries. Lögreglan kom á staðinn og handtók alla starfsmennina vegna gruns um að þar væri stunduð vændisstarfsemi en á endanum var enginn ákærður fyrir það. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður af lögreglu og kynnt sakarefnið þá um nóttina sem og aftur um morguninn. Hann hafi greint frá því við hvað hann starfaði á staðnum og kvaðst ekki vita til þess að vændi væri stundað þar. Sama dag og maðurinn var handtekinn var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. nóvember 2013 á grundvelli rannsóknarhagsmuna og var honum gert að sæta einangrun á meðan. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann en stytti þó gæsluvarðhaldið og sat maðurinn í haldi til 1. nóvember 2013. Þann 18. júní 2015 fékk maðurinn svo bréf frá ríkissaksóknara þar sem honum var tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið. Hvað hann varðaði hefði málið verið fellt niður þar sem það sem komið hafði fram við rannsóknina þætti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Óumdeilt var í málinu að ríkið væri skaðabótaskylt vegna gæsluvarðhaldsins en deilt var um upphæðina. Ríkið hafði boðist til að greiða manninum 600 þúsund krónur í bætur en hann fór fram á mun hærri fjárhæð, eða alls 2,6 milljónir króna. Gerði hann það á grundvelli þess að hann „hafi orðið fyrir stórfelldum miska vegna þvingunaraðgerða lögreglu. Við mat á miska verði að hafa í huga að stefnandi hafi ranglega verið sakaður um aðild að mjög alvarlegu refsiverðu broti. Hann hafi ekki aðeins þurft að þola langa frelsissviptingu vegna málsins heldur fylgi slíku máli mikil fordæming af hálfu samfélagsins. Sakargiftum hafi verið lýst sem sölu og milligöngu um vændi og ekki þurfi að fjölyrða um alvarleika slíkra brota,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Þá vísaði maðurinn jafnframt í fjölskylduaðstæður sínar en hann er giftur og á tvö börn. Börn hans hafi á þessum tíma verið á viðkæmum aldri og því hafi þvingunaraðgerðir lögreglu reynst honum erfiðari en ella. Héraðsdómur féllst á það með manninum að hann ætti rétt á hærri bótum en ríkið hafði boðist til að borga en féllst þó ekki á kröfu hans um 2,6 milljónir króna. Ríkið var hins vegar dæmt til að greiða honum 800 þúsund krónur eins og áður segir en dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hjálpaði til við uppvask og var hnepptur í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 800 þúsund krónur í bætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu. 8. desember 2016 07:00 Eigur eiganda Strawberries áfram kyrrsettar Maðurinn liggur undir grun um að hafa brotið gegn skattalögum. 5. júlí 2016 19:04 Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi dyraverði á skemmtistaðnum Strawberries 800 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem maðurinn mátti sæta haustið 2013. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn aðfaranótt 26. október 2013 þar sem hann var að sinna dyravörslu á Strawberries. Lögreglan kom á staðinn og handtók alla starfsmennina vegna gruns um að þar væri stunduð vændisstarfsemi en á endanum var enginn ákærður fyrir það. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður af lögreglu og kynnt sakarefnið þá um nóttina sem og aftur um morguninn. Hann hafi greint frá því við hvað hann starfaði á staðnum og kvaðst ekki vita til þess að vændi væri stundað þar. Sama dag og maðurinn var handtekinn var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. nóvember 2013 á grundvelli rannsóknarhagsmuna og var honum gert að sæta einangrun á meðan. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann en stytti þó gæsluvarðhaldið og sat maðurinn í haldi til 1. nóvember 2013. Þann 18. júní 2015 fékk maðurinn svo bréf frá ríkissaksóknara þar sem honum var tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið. Hvað hann varðaði hefði málið verið fellt niður þar sem það sem komið hafði fram við rannsóknina þætti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Óumdeilt var í málinu að ríkið væri skaðabótaskylt vegna gæsluvarðhaldsins en deilt var um upphæðina. Ríkið hafði boðist til að greiða manninum 600 þúsund krónur í bætur en hann fór fram á mun hærri fjárhæð, eða alls 2,6 milljónir króna. Gerði hann það á grundvelli þess að hann „hafi orðið fyrir stórfelldum miska vegna þvingunaraðgerða lögreglu. Við mat á miska verði að hafa í huga að stefnandi hafi ranglega verið sakaður um aðild að mjög alvarlegu refsiverðu broti. Hann hafi ekki aðeins þurft að þola langa frelsissviptingu vegna málsins heldur fylgi slíku máli mikil fordæming af hálfu samfélagsins. Sakargiftum hafi verið lýst sem sölu og milligöngu um vændi og ekki þurfi að fjölyrða um alvarleika slíkra brota,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Þá vísaði maðurinn jafnframt í fjölskylduaðstæður sínar en hann er giftur og á tvö börn. Börn hans hafi á þessum tíma verið á viðkæmum aldri og því hafi þvingunaraðgerðir lögreglu reynst honum erfiðari en ella. Héraðsdómur féllst á það með manninum að hann ætti rétt á hærri bótum en ríkið hafði boðist til að borga en féllst þó ekki á kröfu hans um 2,6 milljónir króna. Ríkið var hins vegar dæmt til að greiða honum 800 þúsund krónur eins og áður segir en dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hjálpaði til við uppvask og var hnepptur í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 800 þúsund krónur í bætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu. 8. desember 2016 07:00 Eigur eiganda Strawberries áfram kyrrsettar Maðurinn liggur undir grun um að hafa brotið gegn skattalögum. 5. júlí 2016 19:04 Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Hjálpaði til við uppvask og var hnepptur í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni 800 þúsund krónur í bætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu. 8. desember 2016 07:00
Eigur eiganda Strawberries áfram kyrrsettar Maðurinn liggur undir grun um að hafa brotið gegn skattalögum. 5. júlí 2016 19:04
Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48
Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30