Kaupandi boðar málaferli gegn ríkinu vegna jarðarinnar Fells við Jökulsárlón Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vonar að Jökulsárlón verði allt innan þjóðgarðs Vatnajökuls. vísir/valli Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00
Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47