Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2017 19:00 Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira