Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2017 19:00 Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira