Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna í samtali við Vísi. Feðginin fengu fréttirnar í dag þegar þeim var birtur úrskurður kærunefndar.
„Fallist var á kröfu um að málið fái efnislega meðferð hér á landi. Almennt eru umsækjendur boðaðir í viðtal í kjölfarið til Útlendingastofnunar. Þau hafa ekki ákveðið dagsetningu en málið er nú komið aftur til Útlendingastofnunar.“
Claudie segir að í viðtalinu verði meðal annars skoðaðar ástæður flóttans og fleira.
„Í viðtalinu verður farið yfir efnislega hlið málsins og kannað hvort þau teljist flóttamenn eða eigi rétt á að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna eða vegna tengsla við landið.“
Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar

Tengdar fréttir

Óttast að þau verði send í opinn dauðann
Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð.

Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki.

Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi
Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna.