Óttast að þau verði send í opinn dauðann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2017 06:00 Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst. Hún verður tólf ára í október en fékk afmælisveisluna fyrr svo tryggt væri að haldið yrði upp á afmælið á Íslandi. vísir/laufey „Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
„Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00