Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 20:34 Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00
Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00