Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2017 21:00 Horft yfir Öskju og Dyngjufjöll. Mynd/Stöð 2. Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40