Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira