Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira