Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. ágúst 2017 12:38 Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Síðustu skátarnir sem höfðu sýkst af nóró-veiru voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Þar með er formlegum aðgerðum lokið en fjöldahjálparstöðin var opnuð aðfaranótt fimmtudags eftir að fjöldi skáta á Úlfljótsvatni veiktist. Alls voru 181 skáti fluttur í Hveragerði en af þeim veiktust um 70 á einhverjum tímapunkti. Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. „Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar,“ segir Elín. „Allir viðbragðsaðilar sem að þessu hafa komið hafa reynst vel en svo höfum við líka notið þess að vera með afbragðsgott starfsfólk með okkur. Þá hefur bakland okkar í skátahreyfingunni líka tekið að sér mörg verkefni núna á síðustu dögum“. Í fréttatilkynningu koma samtökin á framfæri þökkum til þeirra sem hafa komið að þessari aðgerð. „Rauði krossinn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru fljótir til að bregðast við kalli um aðstoð en líka bæjaryfirvöld í Hveragerði og fjöldi einstaklinga, meðal annars úr skátahreyfingunni, sem hefur tekið að sér stærri og minni verkefni,“ segir í tilkynningunni. Af þeim fimm hópum sem voru á Úlfljótsvatni þegar sýkingin kom upp hafa tveir þegar flogið heim. Elín segir að þriðji hópurinn fari í fyrramálið og tveir síðustu aðfaranótt miðvikudags. „Við erum svo að taka við nýjum hóp í kvöld sem hefur verið á hálfgerðu biðsvæði í Hafnarfirði og átti að koma á Úlfljótsvatn núna á fimmtudaginn. Skátar í Hafnarfirði tóku á móti þeim og þar hafa þeir verið í góðu yfirlæti.“ Enn á eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins en Elín vonar að þær niðurstöður liggi fyrir á mánudag. „Í dag og á morgun erum við svo að færa okkur aftur yfir í venjulega starfsemi,“ bætir Elín við að lokum. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Síðustu skátarnir sem höfðu sýkst af nóró-veiru voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Þar með er formlegum aðgerðum lokið en fjöldahjálparstöðin var opnuð aðfaranótt fimmtudags eftir að fjöldi skáta á Úlfljótsvatni veiktist. Alls voru 181 skáti fluttur í Hveragerði en af þeim veiktust um 70 á einhverjum tímapunkti. Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. „Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar,“ segir Elín. „Allir viðbragðsaðilar sem að þessu hafa komið hafa reynst vel en svo höfum við líka notið þess að vera með afbragðsgott starfsfólk með okkur. Þá hefur bakland okkar í skátahreyfingunni líka tekið að sér mörg verkefni núna á síðustu dögum“. Í fréttatilkynningu koma samtökin á framfæri þökkum til þeirra sem hafa komið að þessari aðgerð. „Rauði krossinn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru fljótir til að bregðast við kalli um aðstoð en líka bæjaryfirvöld í Hveragerði og fjöldi einstaklinga, meðal annars úr skátahreyfingunni, sem hefur tekið að sér stærri og minni verkefni,“ segir í tilkynningunni. Af þeim fimm hópum sem voru á Úlfljótsvatni þegar sýkingin kom upp hafa tveir þegar flogið heim. Elín segir að þriðji hópurinn fari í fyrramálið og tveir síðustu aðfaranótt miðvikudags. „Við erum svo að taka við nýjum hóp í kvöld sem hefur verið á hálfgerðu biðsvæði í Hafnarfirði og átti að koma á Úlfljótsvatn núna á fimmtudaginn. Skátar í Hafnarfirði tóku á móti þeim og þar hafa þeir verið í góðu yfirlæti.“ Enn á eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins en Elín vonar að þær niðurstöður liggi fyrir á mánudag. „Í dag og á morgun erum við svo að færa okkur aftur yfir í venjulega starfsemi,“ bætir Elín við að lokum.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira