Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, dregur á Facebook-síðu sinni fram þá mynd að ef ekki verði brugðist við, blasi við alger forsendubrestur í rekstri sauðfjárbúa.
Segir formaðurinn að fjöldi ungra bænda muni missa bú sín og heimili. Byggðaröskun verði með tilheyrandi áhrifum á ímynd lands og þjóðar auk þess sem fjöldi beinna og óbeinna starfa við landbúnað muni glatast.
Ríkisstjórnin verði að hætta aðgerðarleysi og pólitískum sandkassaleik, eins og Sigurður Ingi orðar það.