Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2017 20:37 Að labba um Reykjavík er meðal þeirra ráða sem CNBC gefur ferðamönnum sem ætla að ferðast til Íslands Vísir/GVA Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30