Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 19:25 Sólmundur Hólm Sólmundarson. VÍSIR/STEFÁN Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “ Fréttir af flugi Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira
Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “
Fréttir af flugi Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Sjá meira