Ágúst Borgþór fagnar sigri Maribor á FH-ingum Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2017 11:37 Ágúst Borgþór er einhver harðasti stuðningsmaður KR sem um getur og hann vill ekki sjá gott gengi annarra íslenskra liða í Evrópukeppni, en áhöld eru um hversu skynsamleg sú afstaða er. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Ágúst Borgþór Sverrisson, sem er einhver einarðasti stuðningsmaður KR sem um getur, hefur séð sig knúinn til að birta yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni sem hefst svo: „Þeir sem reiddust eða fussuðu yfir Maribor-statusnum mínum skiptast í þrennt: 1) FH-ingar 2) Heimskingjar 3) Hræsnarar. Ég veit ekki alveg hverjir eru heimskingjar og hverjir eru hræsnarar en vafalaust rúmar tæplega 3.000 manna FB-vina hópur minn marga af báðum tegundum. Í kjölfar leiks FH og Maribor í Kaplakrika í gær, þar sem FH-ingar töpuðu naumlega í spennandi leik, birti Ágúst Borgþór stuttan Facebook-status sem reyndist ákaflega umdeildur svo vægt sé til orða tekið.Ágúst Borgþór var í kjölfarið kallaður öllum illum nöfnum í athugasemdum og átti í vök að verjast.Smásálarlegur hugsunarhátturÞetta er af mörgum talinn smásálarlegur og dapurlegur hugsunarháttur en Ágúst Borgþór sagðist einfaldlega vera hreinskilinn. Hörður Snævar Jónsson er meðal margra sem leggur orð í belg og segir að það væri gott fyrir öll íslensk lið ef eitt þeirra kæmist í riðlakeppnina í Evrópukeppni. „Myndi hækka standardinn á öllu, FH eða annað lið gæti keypt öfluga leikmenn á háa fjárhæð af öðru íslensku liði. Liðin yrðu svo að finna leið til að keppa við það lið sem færi í riðlakeppnina. Yrði frábært fyrir alla.“ En, Ágústi Borgþóri varð ekki haggað og lýsir því hvað hangir á spýtunni hjá sér: „Já frábært ef FH yrði Íslandsmeistari í 10 ár í röð í stað þess að taka bara 6 titla af 10.“ Björn Ingi Hrafnsson útgefandi reynir að tala um fyrir sínum manni, en hann er einnig harður stuðningsmaður KR: „Alveg glatað að hugsa svona. Þetta var skellur fyrir íslenska knattspyrnu. Líka KR.“Óttast yfirburði FHEn, allt kemur fyrir ekki og sem áður sagði, þá sendi Ágúst Borgþór frá sér yfirlýsingu á Facebook í morgun þar sem hann gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni: „Fótboltinn er orðinn hrikaleg peningamaskína. Þegar ég var ungur keypti ég mig inn á völlinn til að styðja FRAM í Evrópukeppninni og leið eins og ég væri að horfa á landsleik. Það eru breyttir tímar í dag. Ég fann ekki upp það sturlaða kerfi sem færir íslensku liði þann möguleika að með því að slá út lið frá Færeyum og síðan lið sem er hugsanlega bara einum sentimetra framar en íslenska deildin að komast yfir meira en 700 milljónir króna. Þetta er snargalið kerfi. Á meðan Evrópumótin færa íslensku liði þann möguleika á að ná yfirburðum yfir öll önnur lið á landinu næstu ár eða áratugi þá mun ég aldrei halda nema með einu liði í Evrópukeppni og það er KR. Í öðrum tilvikum mun ég oftast halda með andstæðingum íslensku liðanna, a.m.k. þegar úrslitin geta verið svona afdrifarík fyrir íslenska knattspyrnu.“Formaður KSÍ segir vert að halda með okkar fólkiGuðni Bergsson, formaður KSÍ, deilir ekki skoðun Ágústs Borgþórs nema síður sé. „Auðvitað höldum við með okkar liðum, leikmönnum og landsliðum. Við höldum með okkar fólki. Það er bara þannig og engin spurning.“ Guðni segir að almennt þá hljótum við að fagna góðum árangri okkar liða í Evrópukeppni.Guðni: Auðvitað höldum við með okkar liðum, leikmönnum og landsliðum. Við höldum með okkar fólki. Það er bara þannig og engin spurning.visir/eyþór„Það kemur sér vel fyrir okkar stöðu og okkar möguleika. Ef svona árangur næst og hann mun nást í framtíðinni, bara spurning um tíma, þá getur það ekki verið annað en hvatning til annarra félaga að standa sig betur. Og það fjármagn mun koma inn í íslenska knattspyrnu. Hugsanlega getur það leitt til þess á einhverju tímabili að staða FH og annarra félaga getur tímabundið verið sterkari. En það er þá bara annarra félaga að fylgja góðum árangri, bæta sig og ná góðum árangri líka. Þetta er samkeppnis- og afreksumhverfi. Við vonum það besta, nú fá þeir einn séns í viðbót og synd að þeir skyldu ekki ná þessu í gær. En það kemur önnur keppni eftir þessa og það styttist í það að íslenskt félagslið nái þessum árangri, ég er sannfærður um það.“Íslensk knattspyrna hagnast í heild á góðu gengi hvers liðs Guðni bendir á að gangi einu íslensku liði vel þá hagnist íslensk knattspyrna á því í heild sinni. Og það er ekki bara spurning um það að halda með Íslandi, þetta er hreinlega praktískt atriði en Gunnar Gylfason, sem sér um landsliðsmál hjá KSÍ, útskýrir þetta fyrir blaðamanni Vísis. Þetta snýr einkum að því hvernig lið eru metin þegar dregið er um hverjir mætast og svo í hvaða umferð. „Hjá UEFA ræður tiltekinn stuðull og hvert land er með sinn stuðul sem byggir á árangri félagsliða í Evrópukeppnum, það er að segja ákveðinn stigafjöldi fæst fyrir sigur og jafntefli. Sú stigatafla ræður því hvar lið frá hinum mismunandi þjóðunum koma inn í keppnina og hefja leik. FH til dæmis byrjaði umferð seinna en Víkingur frá Færeyjum sem voru þá þegar búnir að spila tvo leiki. Þetta stýrir því hvenær liðin koma inní keppnina, það gildir um öll íslensk lið og er mikilvægt.“ Gunnar bendir til að mynda á að það hefði verið gott fyrir íslenska knattspyrnu ef FH hefði náð jafntefli á móti Maribor í gær en ekki tapað, þegar þeir lögðu allt í sóknina í lok leiks, þó jafntefli hefði ekki dugað til að komast áfram í keppninni.Við eigum að halda með íslenskum liðumÞeir stuðlar sem ráða eru tiltölulega flóknir en Gunnar bendir á síðu sem hollenskur tölfræðingur hefur tekið saman um þetta sem gefur góða mynd af því hvernig þetta virkar. „Af því að þú nefndir KR. Þegar KR fer í Evrópukeppnina, þegar það er dregið í umferð á næsta ári ef þeir komast þangað, núna í ár, þá er þar skipt þegar dregið er: Sterkt lið gegn veiku liði. Þar skiptir máli þeirra eigin árangur undanfarinna fimm ára en þeir fá einnig 20 prósent af landsstuðli sem leggst við. Og hefur einnig áhrif.“ Gunnar segir að á þessum forsendum sé skynsamlegt að halda með íslenskum liðum í Evrópukeppni því lið sem taka þátt þar hagnast á góðu gengi hvers annars.Sjálfsagt og eðlilegt er að geta þess að sá sem hér heldur um penna er uppalinn FH-ingur og yfirlýstur stuðningsmaður liðsins. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Ágúst Borgþór Sverrisson, sem er einhver einarðasti stuðningsmaður KR sem um getur, hefur séð sig knúinn til að birta yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni sem hefst svo: „Þeir sem reiddust eða fussuðu yfir Maribor-statusnum mínum skiptast í þrennt: 1) FH-ingar 2) Heimskingjar 3) Hræsnarar. Ég veit ekki alveg hverjir eru heimskingjar og hverjir eru hræsnarar en vafalaust rúmar tæplega 3.000 manna FB-vina hópur minn marga af báðum tegundum. Í kjölfar leiks FH og Maribor í Kaplakrika í gær, þar sem FH-ingar töpuðu naumlega í spennandi leik, birti Ágúst Borgþór stuttan Facebook-status sem reyndist ákaflega umdeildur svo vægt sé til orða tekið.Ágúst Borgþór var í kjölfarið kallaður öllum illum nöfnum í athugasemdum og átti í vök að verjast.Smásálarlegur hugsunarhátturÞetta er af mörgum talinn smásálarlegur og dapurlegur hugsunarháttur en Ágúst Borgþór sagðist einfaldlega vera hreinskilinn. Hörður Snævar Jónsson er meðal margra sem leggur orð í belg og segir að það væri gott fyrir öll íslensk lið ef eitt þeirra kæmist í riðlakeppnina í Evrópukeppni. „Myndi hækka standardinn á öllu, FH eða annað lið gæti keypt öfluga leikmenn á háa fjárhæð af öðru íslensku liði. Liðin yrðu svo að finna leið til að keppa við það lið sem færi í riðlakeppnina. Yrði frábært fyrir alla.“ En, Ágústi Borgþóri varð ekki haggað og lýsir því hvað hangir á spýtunni hjá sér: „Já frábært ef FH yrði Íslandsmeistari í 10 ár í röð í stað þess að taka bara 6 titla af 10.“ Björn Ingi Hrafnsson útgefandi reynir að tala um fyrir sínum manni, en hann er einnig harður stuðningsmaður KR: „Alveg glatað að hugsa svona. Þetta var skellur fyrir íslenska knattspyrnu. Líka KR.“Óttast yfirburði FHEn, allt kemur fyrir ekki og sem áður sagði, þá sendi Ágúst Borgþór frá sér yfirlýsingu á Facebook í morgun þar sem hann gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni: „Fótboltinn er orðinn hrikaleg peningamaskína. Þegar ég var ungur keypti ég mig inn á völlinn til að styðja FRAM í Evrópukeppninni og leið eins og ég væri að horfa á landsleik. Það eru breyttir tímar í dag. Ég fann ekki upp það sturlaða kerfi sem færir íslensku liði þann möguleika að með því að slá út lið frá Færeyum og síðan lið sem er hugsanlega bara einum sentimetra framar en íslenska deildin að komast yfir meira en 700 milljónir króna. Þetta er snargalið kerfi. Á meðan Evrópumótin færa íslensku liði þann möguleika á að ná yfirburðum yfir öll önnur lið á landinu næstu ár eða áratugi þá mun ég aldrei halda nema með einu liði í Evrópukeppni og það er KR. Í öðrum tilvikum mun ég oftast halda með andstæðingum íslensku liðanna, a.m.k. þegar úrslitin geta verið svona afdrifarík fyrir íslenska knattspyrnu.“Formaður KSÍ segir vert að halda með okkar fólkiGuðni Bergsson, formaður KSÍ, deilir ekki skoðun Ágústs Borgþórs nema síður sé. „Auðvitað höldum við með okkar liðum, leikmönnum og landsliðum. Við höldum með okkar fólki. Það er bara þannig og engin spurning.“ Guðni segir að almennt þá hljótum við að fagna góðum árangri okkar liða í Evrópukeppni.Guðni: Auðvitað höldum við með okkar liðum, leikmönnum og landsliðum. Við höldum með okkar fólki. Það er bara þannig og engin spurning.visir/eyþór„Það kemur sér vel fyrir okkar stöðu og okkar möguleika. Ef svona árangur næst og hann mun nást í framtíðinni, bara spurning um tíma, þá getur það ekki verið annað en hvatning til annarra félaga að standa sig betur. Og það fjármagn mun koma inn í íslenska knattspyrnu. Hugsanlega getur það leitt til þess á einhverju tímabili að staða FH og annarra félaga getur tímabundið verið sterkari. En það er þá bara annarra félaga að fylgja góðum árangri, bæta sig og ná góðum árangri líka. Þetta er samkeppnis- og afreksumhverfi. Við vonum það besta, nú fá þeir einn séns í viðbót og synd að þeir skyldu ekki ná þessu í gær. En það kemur önnur keppni eftir þessa og það styttist í það að íslenskt félagslið nái þessum árangri, ég er sannfærður um það.“Íslensk knattspyrna hagnast í heild á góðu gengi hvers liðs Guðni bendir á að gangi einu íslensku liði vel þá hagnist íslensk knattspyrna á því í heild sinni. Og það er ekki bara spurning um það að halda með Íslandi, þetta er hreinlega praktískt atriði en Gunnar Gylfason, sem sér um landsliðsmál hjá KSÍ, útskýrir þetta fyrir blaðamanni Vísis. Þetta snýr einkum að því hvernig lið eru metin þegar dregið er um hverjir mætast og svo í hvaða umferð. „Hjá UEFA ræður tiltekinn stuðull og hvert land er með sinn stuðul sem byggir á árangri félagsliða í Evrópukeppnum, það er að segja ákveðinn stigafjöldi fæst fyrir sigur og jafntefli. Sú stigatafla ræður því hvar lið frá hinum mismunandi þjóðunum koma inn í keppnina og hefja leik. FH til dæmis byrjaði umferð seinna en Víkingur frá Færeyjum sem voru þá þegar búnir að spila tvo leiki. Þetta stýrir því hvenær liðin koma inní keppnina, það gildir um öll íslensk lið og er mikilvægt.“ Gunnar bendir til að mynda á að það hefði verið gott fyrir íslenska knattspyrnu ef FH hefði náð jafntefli á móti Maribor í gær en ekki tapað, þegar þeir lögðu allt í sóknina í lok leiks, þó jafntefli hefði ekki dugað til að komast áfram í keppninni.Við eigum að halda með íslenskum liðumÞeir stuðlar sem ráða eru tiltölulega flóknir en Gunnar bendir á síðu sem hollenskur tölfræðingur hefur tekið saman um þetta sem gefur góða mynd af því hvernig þetta virkar. „Af því að þú nefndir KR. Þegar KR fer í Evrópukeppnina, þegar það er dregið í umferð á næsta ári ef þeir komast þangað, núna í ár, þá er þar skipt þegar dregið er: Sterkt lið gegn veiku liði. Þar skiptir máli þeirra eigin árangur undanfarinna fimm ára en þeir fá einnig 20 prósent af landsstuðli sem leggst við. Og hefur einnig áhrif.“ Gunnar segir að á þessum forsendum sé skynsamlegt að halda með íslenskum liðum í Evrópukeppni því lið sem taka þátt þar hagnast á góðu gengi hvers annars.Sjálfsagt og eðlilegt er að geta þess að sá sem hér heldur um penna er uppalinn FH-ingur og yfirlýstur stuðningsmaður liðsins.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira