Stjórn Neytendasamtakanna íhuga að flýta formanns- og stjórnarkjöri Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 20:00 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Varaformaður Neytendasamtakanna telur stjórn félagsins ekki hafa gert neitt sem kalli á að hún segi af sér eins og formaður samtakanna sem sagði af sér eftir deilur við aðra stjórnarmenn í gær. Hins vegar sé rétt að flýta kosningu á nýjum formanni og stjórn og breyta reglum þannig að allir félagsmenn geti kosið. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna. „En það er líka mikill vilji til að breyta fyrirkomulagi kosninganna þannig að allir félagsmenn geti kosið. Neytendasmtökin eru landsamtök ekki höfuðborgarsamtök og við verðum að breyta fyrirkomulaginu þannig að allir félagsmenn, ekki bara örfáir, sjái sér fært að kjósa,“ segir Stefán Hrafn. En eins og reglurnar séu í dag þurfi fólk að skrá sig með nokkrum fyrirvara til þings sem haldið sé annað hvert ár og kjósa í embætti áþinginu, sem henti ekki fólki víða um land. Ástæðan fyrir núverandi stöðu sé að formaður hafi tekið ákvarðanir um fjárútlát sem komi samtökunum illa. En Ólafur hefur sagt að vandi samtakanna séá tekjuhliðinni. Til að mynda hafi framlag ríkisins fariðúr 7,5 milljónum árið 2001 í 3,5 milljónir í ár. Stefán Hrafn segir mikilvægt að vinna á hallarekstri samtakanna „Vissulega hefur verið tekjuvandi. Við leysum hann ekki með því að eyða öllum varasjóðum og gefa í í eyðslu. Það þarf að vera jafnvægi á tekjum og útgjöldum. Þessar leiðir sem voru farnar voru ekki að leita jafnvægis. Þær voru frekar að auka á hallann. Þannig að það er ekki hægt að einblína bara á tekjuvandann,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna.Vísir/ErnirÓlafur Arnarson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann teldi að sárindi vegna sigurs hans í formannskjöri í október í fyrra eftir að hafa boðið sig fram á síðustu stundu þegar fimm aðrir höfðu boðið sig fram, skýri að hluta óvild annarra í stjórn Neytendasamtakanna í hans garð. Hann útiloki ekki að vinna á þeim vettvangi aftur í framtíðinni. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur. Stefán Hrafn segir að það hafi verið rætt hvort stjórnin ætti að segja af sér eins og formaðurinn. Boðað hafi verið til félagsfundar í Neytendasamtökunum hinn 17. ágúst þar sem farið verði yfir fjárhagsstöðuna. „Í framhaldi af því munum við ræða við félagsmenn um hvernig er best að hafa félagsfund og almennar kosningar þar sem allir geta tekið þátt. Þú telur enga ástæðu til að stjórnin segi af sér eins og formaðurinn? Nei, ég sé ekki að við höfum staðið fyrir þannig aðgerðum að við þurfum að segja af okkur, nei,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Varaformaður Neytendasamtakanna telur stjórn félagsins ekki hafa gert neitt sem kalli á að hún segi af sér eins og formaður samtakanna sem sagði af sér eftir deilur við aðra stjórnarmenn í gær. Hins vegar sé rétt að flýta kosningu á nýjum formanni og stjórn og breyta reglum þannig að allir félagsmenn geti kosið. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna. „En það er líka mikill vilji til að breyta fyrirkomulagi kosninganna þannig að allir félagsmenn geti kosið. Neytendasmtökin eru landsamtök ekki höfuðborgarsamtök og við verðum að breyta fyrirkomulaginu þannig að allir félagsmenn, ekki bara örfáir, sjái sér fært að kjósa,“ segir Stefán Hrafn. En eins og reglurnar séu í dag þurfi fólk að skrá sig með nokkrum fyrirvara til þings sem haldið sé annað hvert ár og kjósa í embætti áþinginu, sem henti ekki fólki víða um land. Ástæðan fyrir núverandi stöðu sé að formaður hafi tekið ákvarðanir um fjárútlát sem komi samtökunum illa. En Ólafur hefur sagt að vandi samtakanna séá tekjuhliðinni. Til að mynda hafi framlag ríkisins fariðúr 7,5 milljónum árið 2001 í 3,5 milljónir í ár. Stefán Hrafn segir mikilvægt að vinna á hallarekstri samtakanna „Vissulega hefur verið tekjuvandi. Við leysum hann ekki með því að eyða öllum varasjóðum og gefa í í eyðslu. Það þarf að vera jafnvægi á tekjum og útgjöldum. Þessar leiðir sem voru farnar voru ekki að leita jafnvægis. Þær voru frekar að auka á hallann. Þannig að það er ekki hægt að einblína bara á tekjuvandann,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna.Vísir/ErnirÓlafur Arnarson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann teldi að sárindi vegna sigurs hans í formannskjöri í október í fyrra eftir að hafa boðið sig fram á síðustu stundu þegar fimm aðrir höfðu boðið sig fram, skýri að hluta óvild annarra í stjórn Neytendasamtakanna í hans garð. Hann útiloki ekki að vinna á þeim vettvangi aftur í framtíðinni. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur. Stefán Hrafn segir að það hafi verið rætt hvort stjórnin ætti að segja af sér eins og formaðurinn. Boðað hafi verið til félagsfundar í Neytendasamtökunum hinn 17. ágúst þar sem farið verði yfir fjárhagsstöðuna. „Í framhaldi af því munum við ræða við félagsmenn um hvernig er best að hafa félagsfund og almennar kosningar þar sem allir geta tekið þátt. Þú telur enga ástæðu til að stjórnin segi af sér eins og formaðurinn? Nei, ég sé ekki að við höfum staðið fyrir þannig aðgerðum að við þurfum að segja af okkur, nei,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira