Gekk berserksgang á Dominos Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 18:13 Lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum á undanförnum mánuðum. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira