Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 23:04 Brúin yfir Hólmsá á Mýrum opnar gönguleið milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls. Mynd/Vatnajökulsþjóðgarður. Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00