Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 23:04 Brúin yfir Hólmsá á Mýrum opnar gönguleið milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls. Mynd/Vatnajökulsþjóðgarður. Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00