Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 22:52 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir ferðamálafræðingur rekur tjaldsvæðið á Höfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00