Haustspá Siggu Kling - Steingeitin: Þarft að verðleggja þig miklu hærra 1. september 2017 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira