Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. maí 2017 05:00 Taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. vísir/eyþór Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira