Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:00 Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira