Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:00 Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira