Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi 17. maí 2017 19:20 Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál hans hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi. Drengurinn kom hingað til lands frá Spáni í lok nóvember á síðasta ári ásamt eldri bróður sínum en þangað höfðu þeir flúið heimalandið vegna hættu á ofsóknum, en yngri bróðirinn er samkynhneigður. Samkynhneigð í heimalandi þeirra, Marokkó er ólögleg bæði í lagalegum og trúarlegum skilningi og hafa þeir sem viðurkennt hafa samkynhneigð þar í landi orðið fyrir ofsóknum og útskúfun frá samfélaginu og jafnvel dæmdir til fangelsisvistar. Saga bræðranna er sorgleg en báðir ólust þeir upp við mikið líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og misnotkun frá barnæsku og til að forðast aðstæður heima við kaus þeir að búa frekar á götunni heldur en heimili foreldra sinna. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hefur eldri bróðirinn mikla ábyrgðartilfinningu og hefur reynt eftir fremsta megni að koma bróður sínum í öruggt skjól.Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda.Bræðurnir sóttu um hæli hér á landi við komuna til landsins og segir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands mál þeirra hafa sérstöðu þar sem drengurinn kemur hingað til lands fylgdarlaus með bróður sínum. En sá hefur ekki forræði yfir bróður sínum og er ekki fylgdarlaus þar sem hann er yfir átján ára aldri. „Sem að í raun verður til þess að stjórnvöld taka þá ákvörðun að að senda þá báða til Spánar sem samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber ábyrgð á umsókn eldri bróðurins þar sem þeir fengu vegabréfsáritun útgefna á Spáni,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Arndís segir að Útlendingastofnun byggi ákvörðun sína á fjölskylduákvæði í Dyflinnarreglugerðinni, sem hún telur að ekki hafi verið rétt túlkuð í þessi tilviki. Bræðurnir fá að vera hér á landi á meðan málið er til meðferðar hjá Kærunefnd Útlendingamála og að það verði tekið fyrir á næstu vikum. „Það sem við erum að vonast eftir er það að kærunefndin nýti heimild sem hún hefur í lögum til þess að bjóða kærendum í viðtal. Sérstaklega yngri bróðirinn fái þetta tækifæri til þess að hitta kærunefndina, skýra frá sínum sjónarmiðum, þannig að hægt sé að leggja áherslu á sérstöðu málsins,“ segir Arndís. Arndís segir að frá því bræðurnir komu til landsins hafi þeir náð að aðlagast þjóðfélaginu. „Við sjáum greinilegan mun á þeim báðum, sérstaklega yngri bróðurnum og það kannski skýrist að einhverju leyti vegna þess hversu mikið öryggi hann finnur hérna sem samkynhneigður einstaklingur sem hann hefur ekki kynnst áður,“ segir Arndís. Fréttastofan hitti yngri bróðurinn í dag en hann baðst undan viðtali af ótta við viðbrögð samlanda sinna hér á landi vegna samkynhneigðar sinnar og hættu á að það gæti spurst út til heima landsins. Hefði verið hægt fyrir þá tvo að koma hingað til lands og sækja um á öðrum grundvelli? „Nei! Fyrst og fremst er ástæðan sú að meginreglan í lögum er sú að til þess að sækja um dvalarleyfi þá þarftu að gera það áður en þú kemur til landsins og svo eru bara ákaflega fáir flokkar fyrir einstaklinga í þessari stöðu,“ segir Arndís.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira