Utanríkisráðherra óttast ekki yfirburði Breta gangi þeir í EFTA Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira